Námshjálp
Boðorðin tíu


Boðorðin tíu

Tíu boðorð gefin af Drottni með spámanninum Móse til að stjórna siðrænni hegðun manna.

Hebreskt nafn þeirra er „Tíu orð.“ Einnig kölluð Sáttmálinn (5 Mós 9:9) eða Sáttmálið (2 Mós 25:21; 32:15). Frásagan af því, er Drottinn gaf Móse og Ísrael með honum boðorðin tíu, er í 2 Mós 19:9–20:23; 32:15–19; 34:1. Boðorðin voru grafin á tvær steintöflur, sem settar voru í örkina; því var örkin kölluð sáttmálsörkin (4 Mós 10:33). Drottinn dró saman boðorðin tíu, í „tvö æðstu og fremstu boðorðin“ með því að vitna í 5 Mós 6:4–5 og 3 Mós 19:18, (Matt 22:37–39).

Boðorðin tíu hafa verið endurtekin í síðari daga opinberunum (ÞJS, 2 Mós 34:1–2, 14; [Viðauki]; Mósía 12:32–37; 13:12–24; K&S 42:18–28; 59:5–13).