Námshjálp
Móse


Móse

Spámaður Gamla testamentis, sem leiddi Ísraelsmenn úr ánauð Egypta og gaf þeim lögmál um trúarsiði, félagslega hegðun og mataræði eins og opinberað var af Guði.

Andleg þjónusta Móse náði út fyrir jarðneskt æviskeið hans. Joseph Smith sagði að Móse hefði komið ásamt Elía á ummyndunarfjallið og veitt Pétri, Jakob og Jóhannesi prestdæmislykla (Matt 17:3–4; Mark 9:4–9; Lúk 9:30; K&S 63:21).

Móse birtist Joseph Smith og Oliver Cowdery 3. apríl 1836 í Kirtland-musterinu í Ohio og veitti þeim lykla að samansöfnun Ísraels (K&S 110:11).

Síðari daga opinberun segir margt um Móse. Hans er víða getið í Mormónsbók og Kenning og sáttmálar segja frá andlegri þjónustu hans (K&S 84:20–26) og að hann meðtók prestdæmið frá tengdaföður sínum Jetró (K&S 84:6).

Síðari daga opinberun staðfestir einnig frásögu Biblíunnar af andlegri þjónustu hans meðal Ísraelsmanna og staðfestir að hann var höfundur fimm fremstu bóka Gamla testamentis (1 Ne 5:11; HDP Móse 1:40–41).

Bók Móse

Bók í Hinni dýrmætu perlu sem hefur að geyma innblásna þýðingu Josephs Smith af sjö fyrstu kapítulum Fyrstu Mósebókar.

Kapítuli 1 segir frá sýn er Móse sá Guð, sem opinberaði honum alla sáluhjálparáætlunina. Kapítular 2–5 eru frásögn af sköpuninni og falli mannsins. Kapítular 6–7 hafa að geyma sýn varðandi Enok og andlega þjónustu hans á jörðu. Kapítuli 8 geymir sýn um Nóa og flóðið mikla.

Mósebækurnar fimm

Fyrstu fimm bækur Gamla testamentis eru þekktar sem Mósebækurnar. Látúnsplöturnar sem Nefí tók frá Laban innihéldu Mósebækurnar (1 Ne 5:11).