Ritningar
Bók Móse 1


Úrval úr
Bók Móse

Útdráttur úr þýðingu Biblíunnar eins og opinberað var spámanninum Joseph Smith í júní 1830 — febrúar 1831.

1. Kapítuli

(Júní 1830)

Guð opinberar sig Móse — Móse ummyndast — Hann stendur andspænis Satan — Móse sér marga byggða heima — Sonurinn skapaði óteljandi heima — Verk Guðs og dýrð er að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.

1 Orð Guðs, sem hann amælti til bMóse, þegar Móse var hrifinn upp á fjall eitt, afar hátt.

2 Og hann a Guð baugliti til auglitis og talaði við hann, og cdýrð Guðs var yfir Móse. Þess vegna fékk Móse dstaðist návist hans —

3 Og Guð talaði til Móse og sagði: Sjá, ég er Drottinn Guð aalmáttugur, og bÓendanlegur er nafn mitt, því að ég er án upphafs daganna eða loka áranna. Og er það ekki óendanlegt?

4 Og sjá, þú ert sonur minn. aLít þess vegna og ég mun sýna þér verk bhanda minna, en ekki öll, því að cverk mín eru dóendanleg, og svo eru einnig eorð mín, því að þau taka aldrei enda.

5 Þess vegna getur enginn maður séð öll verk mín, nema hann sjái alla dýrð mína, og enginn maður getur litið alla dýrð mína og eftir sem áður lifað í holdinu á jörðunni.

6 Og ég ætla þér verk að vinna, sonur minn Móse, og þú ert í alíkingu míns beingetna. Og minn eingetni er og verður cfrelsarinn, því að hann er fullur dnáðar og esannleika. En fenginn Guð er auk mín, og allt er mér nálægt, því að ég gþekki það allt.

7 Og sjá, þetta eitt sýni ég þér nú, Móse, sonur minn, því að þú ert í heiminum, og nú sýni ég þér það.

8 Og svo bar við, að Móse leit og sá aheiminn, sem hann var skapaður í. Og Móse bleit heiminn og endimörk hans og öll mannanna börn, sem eru og voru sköpuð. Og cundrun hans og furða yfir því var mikil.

9 Og návist Guðs hvarf Móse, svo að dýrð hans var ekki yfir honum, og Móse var einn eftir. Og þegar hann var einn orðinn, féll hann til jarðar.

10 Og svo bar við, að margar stundir liðu, þar til Móse fékk aftur náttúrlegan og mannlegan astyrk sinn, og hann sagði við sjálfan sig: Af þessu veit ég, að maðurinn er bekkert, en það hafði ég aldrei talið.

11 En nú hafa augu mín séð aGuð, en ekki bnáttúrleg augu mín, heldur andleg augu mín, því að náttúrleg augu mín gætu aldrei hafa litið hann, því að ég hefði cvisnað upp og ddáið í návist hans, en dýrð hans var yfir mér og ég sá eásjónu hans, því að ég fummyndaðist frammi fyrir honum.

12 Og svo bar við, að þegar Móse hafði mælt þessi orð, sjá, þá kom aSatan og bfreistaði hans og sagði: Móse, mannssonur, tigna þú mig.

13 Og svo bar við, að Móse leit á Satan og sagði: Hver ert þú? Því að sjá, ég er asonur Guðs, í líkingu hans eingetna, og hvar er dýrð þín, að mér beri að tigna þig?

14 Því að sjá, ég gat ekki litið Guð nema dýrð hans kæmi yfir mig, og ég væri aummyndaður frammi fyrir honum. En þig get ég litið sem náttúrlegur maður. Er ekki vissulega svo?

15 Blessað sé nafn Guðs míns, því að andi hans hefur ekki að fullu horfið frá mér, eða hvar er annars dýrð þín, því að hún er mér myrkur? Og ég get dæmt milli þín og Guðs, því að Guð sagði við mig: aTigna Guð, því að honum einum skalt þú bþjóna.

16 Vík burt héðan Satan, ekki skalt þú blekkja mig, því að Guð sagði við mig: Þú ert í alíkingu míns eingetna.

17 Og hann gaf mér einnig boðorð, þegar hann kallaði mig frá brennandi arunnanum og sagði: bÁkalla Guð í nafni míns eingetna og tigna mig.

18 Og enn sagði Móse: Ég hætti ekki að ákalla Guð, ég hef fleira að spyrja hann um, því að dýrð hans hefur verið yfir mér, og fyrir því get ég dæmt milli hans og þín. Vík burt héðan, Satan.

19 Og þegar Móse hafði nú mælt þessi orð, hrópaði Satan hárri röddu og æddi um jörðina og bauð og sagði: Ég er hinn aeingetni, tigna þú mig.

20 Og svo bar við, að mikill ótti greip Móse og við þann ótta sá hann beiskju avítis. Engu að síður hlaut hann styrk við að bákalla Guð og hann bauð og sagði: Vík burt frá mér Satan, því að aðeins þann eina Guð vil ég tigna, sem er Guð dýrðarinnar.

21 Og nú tók aSatan að titra og jörðin skalf og Móse fékk styrk og ákallaði Guð og sagði: Í nafni hins eingetna, vík burt héðan Satan.

22 Og svo bar við, að Satan hrópaði hárri röddu með gráti og kveini og agnístran tanna. Og hann fór burt, já, úr návist Móse, svo að hann sá hann ekki.

23 Og um þetta bar Móse vitni, en vegna ranglætis er það ekki meðal mannanna barna.

24 Og svo bar við, að þegar Satan var horfinn úr návist Móse, hóf Móse augu sín til himins, fylltur aheilögum anda, sem ber vitni um föðurinn og soninn —

25 Og er hann ákallaði nafn Guðs, leit hann enn dýrð hans, því að hún var yfir honum. Og hann heyrði rödd er sagði: Blessaður ert þú Móse, því að ég, hinn almáttugi, hef útvalið þig, og styrkur þinn skal verða meiri en styrkur margra avatna, því að þau skulu hlýða bboði þínu sem værir þú cGuð.

26 Og tak eftir, ég er með þér, já, allt til hinsta dags þíns, því að þú munt aleysa þjóð mína úr bánauð, já, cÍsrael mína dútvöldu.

27 Og svo bar við, að á meðan röddin hljómaði enn, leit Móse í kringum sig og a jörðina, já, alla jörðina. Og enginn blettur hennar var hulinn sjónum hans, og hann greindi hana með anda Guðs.

28 Og hann sá einnig íbúa hennar, og engin sála var hulin augum hans. Og hann greindi þá með anda Guðs, og fjöldi þeirra var mikill, já, óteljandi eins og sandkornin á ströndinni.

29 Og hann sá mörg lönd, og sérhvert land nefndist ajörð og íbúar voru á yfirborði þeirra.

30 Og svo bar við, að Móse ákallaði Guð og sagði: Seg mér, ég bið þig, hvers vegna þetta er svo og með hverju þú hefur skapað það?

31 Og sjá, dýrð Drottins var yfir Móse, svo að Móse stóð í návist Guðs og talaði við hann aaugliti til auglitis. Og Drottinn Guð mælti við Móse: Í eigin btilgangi hef ég skapað þetta. Hér er viska og hún verður kyrr hjá mér.

32 Og ég hef skapað það með aorði krafts míns, sem er minn eingetni sonur, fullur bnáðar og csannleika.

33 Og ótal aheima hef ég bskapað og ég skapaði þá einnig í eigin tilgangi, og ég skapaði þá með syninum, sem er minn ceingetni.

34 Og afyrsta mann allra manna hef ég kallað bAdam, sem er cmargir.

35 En ég skýri þér aðeins frá þessari jörð og íbúum hennar. Því að sjá, margir heimar hafa liðið undir lok fyrir orð krafts míns. Og margir eru þeir, sem nú standa, og óteljandi eru þeir manninum. En á öllu hef ég tölu, því að það er mitt og ég aþekki það.

36 Og svo bar við, að Móse talaði til Drottins og sagði: Ver þjóni þínum miskunnsamur, ó Guð, og fræð mig um þessa jörð og íbúa hennar og einnig um himnana, og þá mun þjónn þinn ánægður verða.

37 Og Drottinn Guð talaði til Móse og sagði: aHimnarnir eru margir og maðurinn getur ekki talið þá, en á þeim hef ég tölu, því að þeir eru mínir.

38 Og sem ein jörð mun líða undir lok og himnar hennar, svo mun og önnur koma. Og enginn aendir er á verkum mínum, og ekki heldur á orðum mínum.

39 Því að sjá. Þetta er averk mitt og bdýrð mín — að gjöra códauðleika og deilíft líf mannsins að veruleika.

40 Og nú, Móse, sonur minn, mun ég segja þér frá þessari jörð, sem þú stendur á, og þú skalt askrá það, sem ég mun mæla.

41 Og á þeim degi, er mannanna börn meta orð mín einskis og ataka mörg þeirra burt úr þeirri bók, sem þú munt rita, sjá, þá mun ég vekja upp annan þér blíkan og cþau munu aftur verða meðal mannanna barna — meðal allra þeirra, sem trúa munu.

42 (Þessi orð voru atöluð til Móse á fjallinu, en nafn þess mun ekki kunnugt verða meðal mannanna barna. En nú eru þau töluð til þín. Sýn þau engum nema þeim, sem trúa. Já, vissulega. Amen.)