Námshjálp
Helja


Helja

Síðari daga opinberanir fjalla um helju í a. m. k. tvennum skilningi. Í fyrsta lagi er hún bráðabirgðabústaður í andaheiminum fyrir þá sem voru óhlýðnir í jarðlífinu. Í þessum skilningi tekur helja enda. Öndunum þar verður kennt fagnaðarerindið og einhverntíma að aflokinni iðrun þeirra munu þeir rísa upp til þess dýrðarstigs sem þeir verðskulda. Þeir, sem ekki vilja iðrast, en eru þó ekki glötunarsynir, munu dvelja í helju meðan þúsundáraríkið stendur. Eftir þau þúsund ár þjáninga munu þeir rísa upp til jarðneskrar dýrðar (K&S 76:81–86; 88:100–101).

Í öðru lagi er helja varanlegur dvalarstaður þeirra sem ekki eru endurleystir fyrir friðþægingu Jesú Krists. Í þessum skilningi er helja varanleg. Hún er fyrir þá sem eru „ennþá óhreinir“ (K&S 88:35, 102). Þetta er staðurinn þar sem Satan, englar hans og glötunarsynirnir — þeir sem hafa afneitað syninum eftir að faðirinn hefur opinberað hann — munu dvelja um eilífð (K&S 76:43–46).

Stundum nefna ritningarnar helju hið ysta myrkur.