Námshjálp
Tímóteusarbréfin


Tímóteusarbréfin

Tvær bækur í Nýja testamenti. Báðar voru upphaflega bréf sem Páll ritaði Tímóteusi.

Fyrra Tímóteusarbréfið

Páll skrifaði fyrra bréfið eftir fyrstu fangelsisvist sína. Hann hafði skilið við Tímóteus í Efesus, haft í hyggju að koma aftur (1 Tím 3:14). Á hinn bóginn gerði hann ráð fyrir að tefjast, svo hann skrifaði Tímóteusi, líklega frá Makedóníu (1 Tím 1:3), til að gefa honum ráð og hvetja hann til að uppfylla skyldur sínar.

Kapítuli 1 geymir kveðju Páls og einnig fyrirmæli varðandi fávíslegar vangaveltur, sem upp komu í kirkjunni. Kapítular 2–3 geyma fyrirmæli um guðsþjónustuna og skapgerðareinkenni og framkomu helgra þjóna. Kapítular 4–5 geyma lýsingu á fráhvarfi síðari daga og ráðgjöf til Tímóteusar um hvernig hann fær best þjónað þeim sem hann leiðir. Kapítuli 6 er hvatning til trúfestu og að forðast auð heimsins.

Síðara Tímóteusarbréf

Páll skrifaði síðara bréfið þegar hann var í fangelsi í annað sinn, skömmu fyrir píslarvætti sitt. Það geymir síðustu orð postulans og sýnir frábært hugrekki hans og traust andspænis dauðanum.

Kapítuli 1 geymir kveðju Páls og hvatningu til Tímóteusar. Kapítular 2–3 gefa ýmsar viðvaranir og leiðbeiningar ásamt uppörvun varðandi aðsteðjandi hættur. Kapítuli 4 er skilaboð til vina Páls og geymir ráð um hvernig bregðast skuli við fráhvarfi.