Námshjálp
Abraham


Abraham

Sonur Tara, fæddur í Úr í Kaldeu (1 Mós 11:26, 31; 17:5). Spámaður Drottins sem Drottinn gjörði ævarandi sáttmála við til blessunar öllu mannkyni. Upphaflega var Abraham nefndur Abram.

Bók Abrahams

Forn handrit skráð af Abraham sem komust í eigu kirkjunnar 1835. Ritin ásamt nokkrum múmíum fann Antonio Lebolo í egypskum katakombum og ánafnaði hann þau Michael Chandler. Chandler sýndi þau í Bandaríkjunum 1835. Nokkrir vinir Josephs Smith keyptu þau af Chandler og gáfu spámanninum, sem þýddi þau. Sum þessara rita er nú að finna í Hinni dýrmætu perlu.

Fyrsti kapítuli greinir frá reynslu Abrahams í Úr í Kaldeu þar sem spilltir prestar reyndu að fórna honum. Annar kapítuli greinir frá ferð hans til Kanaanlands. Drottinn birtist honum og gjörði við hann sáttmála. Þriðji kapítuli segir frá því að Abraham sá alheiminn og skynjaði samhengi himneskra hnatta. Kapítular 4–5 eru önnur frásögn af sköpuninni.

Niðjar Abrahams

Fólk sem með hlýðni við lögmál og sáttmála fagnaðarerindis Jesú Krists tekur á móti loforðum og sáttmálum sem Guð gjörði við Abraham. Karlar og konur geta meðtekið þessar blessanir ef þau eru beinir afkomendur Abrahams eða ef þau eru ættleidd inn í fjölskyldu hans með því að gangast fagnaðarerindinu á hönd og láta skírast (Gal 3:26–29; 4:1–7; K&S 84:33–34; 103:17; 132:30–32; Abr 2:9–11). Beinir afkomendur Abrahams kunna að glata blessunum sínum vegna óhlýðni (Róm 4:13; 9:6–8).