Ritningar
Bók Abrahams 1


Bók Abrahams

Sem Joseph Smith þýddi af Papírus

Þýðing nokkurra fornra rita, sem komust í hendur okkar úr katakombum Egyptalands. Rit Abrahams meðan hann var í Egyptalandi, nefnd Bók Abrahams, rituð með hans eigin hendi á papírus.

1. Kapítuli

Abraham leitar blessana patríarkareglunnar — Falsprestar ofsækja hann í Kaldeu — Jehóva bjargar honum — Yfirlit yfir uppruna og stjórn Egyptalands.

1 Í landi aKaldverja, á heimili feðra minna, sá ég, bAbraham, að nauðsynlegt var fyrir mig að finna mér annan caðseturstað —

2 Og er ég gjörði mér ljóst, að mín beið meiri ahamingja og friður og bhvíld, leitaði ég blessana feðranna, og þess réttar að mega vígjast til að veita þær. Ég hafði sjálfur verið fylgjandi créttlætisins og þráði einnig að öðlast mikla dþekkingu og verða betri fylgjandi réttlætisins og búa yfir meiri þekkingu og verða faðir margra þjóða, friðarhöfðingi. Og með þrá minni eftir að fá leiðbeiningar og halda boðorð Guðs, varð ég réttmætur erfingi, eháprestur, með sama frétt og feðurnir.

3 Feðurnir aveittu mér hann. Hann kom frá feðrunum frá fyrstu tíð, já, allt frá upphafi eða áður en grundvöllur jarðar var lagður og til þessa tíma, já, réttur bfrumburðarins, eða hins fyrsta manns, sem er cAdam, eða fyrsti faðirinn, og með feðrunum til mín.

4 Ég leitaði aútnefningar minnar til prestdæmisins samkvæmt útnefningu Guðs til feðranna varðandi niðjana.

5 aFeður mínir höfðu snúið frá réttlætinu og hinum helgu boðorðum, sem Drottinn, Guð þeirra, hafði gefið þeim, og btilbáðu guði heiðingjanna og neituðu algjörlega að hlýða rödd minni —

6 Því að hjörtu þeirra beindust að hinu illa og sneru eingöngu að aguði Elkena og guði Líbna og guði Mamakkra og guði Kórasar og guði Faraós, konungs Egypta —

7 Þess vegna sneru þeir sér að fórnum heiðingja og fórnuðu dumbum skurðgoðunum börnum sínum og hlýddu ekki rödd minni, heldur reyndu að taka mig af lífi með hendi prests Elkena. Prestur Elkena var einnig prestur Faraós.

8 Á þessum tíma var það til siðs hjá presti Faraós, konungs Egypta, að færa þessum framandi guðum fórnir á altari, sem reist var í Kaldealandi, og voru fórnirnar karlar, konur og börn.

9 Og svo bar við, að presturinn færði guði Faraós og einnig guði Sagreels fórnir að hætti Egypta. En guð Sagreels var sólin.

10 Prestur Faraós fórnaði jafnvel barni sem þakkarfórn á altarinu, er stóð á hæð, sem nefnd var Pótífarhæð, á hæsta hluta Ólísemsléttunnar.

11 Þessi prestur hafði fórnað á altari þessu þremur meyjum samtímis, og voru þær dætur Óníta, eins hinna konunglegu afkomenda í beinni línu af lendum aKams. Þessum meyjum var fórnað vegna dyggða þeirra. Þær vildu ekki blúta og tilbiðja guði úr tré eða steini. Þess vegna voru þær drepnar á þessu altari, og var það gjört að hætti Egypta.

12 Og svo bar við, að prestarnir beittu mig ofbeldi, svo að þeir gætu einnig drepið mig á altarinu eins og þessar meyjar. Og til að gefa yður hugmynd um þetta altari, vísa ég til myndarinnar í byrjun þessarar frásagnar.

13 Það var í laginu sem rúmstæði, eins og þau tíðkuðust meðal Kaldverja, og stóð það fyrir framan guði Elkena, Líbna, Mamakkra, Kórasar og einnig guð eins og guð Faraós, konungs Egypta.

14 Svo að þér öðlist skilning á þessum guðum, hef ég sýnt yður þá á líkingamyndunum í byrjun, en Kaldverjar kalla þess konar myndir Ralínos, sem þýðir myndletur.

15 Og þegar þeir lögðu hendur á mig til að fórna mér og taka mig af lífi, sjá, þá hóf ég rödd mína til Drottins Guðs míns, og Drottinn ahlýddi á og heyrði, og hann fyllti mig sýn af almættinu, og engill návistar hans stóð hjá mér og blosaði samstundis bönd mín —

16 Og rödd hans mælti við mig: Abraham, Abraham, sjá, nafn mitt er aJehóva og ég hef heyrt þig og hef komið niður til að leysa þig og taka þig brott úr húsi föður þíns, og frá öllu ættfólki þínu og til framandi blands, sem þú veist ekki um —

17 Og það vegna þess að þeir hafa snúið hjörtum sínum frá mér og tilbiðja guð Elkena og guð Líbna og guð Mamakkra og guð Kórasar og guð Faraós, konungs Egypta. Þess vegna hef ég komið niður til að vitja þeirra og tortíma honum, sem lyft hefur hendi sinni gegn þér, Abraham, sonur minn, til að taka líf þitt.

18 Sjá, ég mun leiða þig við hönd mér og ég mun taka þig til að setja á þig nafn mitt, já, aprestdæmi föður þíns. Og kraftur minn verður yfir þér.

19 Eins og var með Nóa, svo mun og verða með þig, en fyrir helga þjónustu þína mun anafn mitt þekkt á jörðunni að eilífu, því að ég er Guð þinn.

20 Sjá, Pótífarhæð var á landi aÚr í Kaldeu. Og Drottinn braut niður altari Elkena og guða landsins og tortímdi þeim gjörsamlega og laust prestinn, svo að hann dó. Og mikil sorg var í Kaldeu og einnig við hirð Faraós, en Faraó merkir konungur, konunglegrar ættar.

21 Þessi konungur Egypta var afkomandi af lendum aKams og hafði frá fæðingu blóð bKanaaníta í sér.

22 Af þessari ætt voru allir Egyptar, og þannig varðveittist blóð Kanaaníta í landinu.

23 Kona fann fyrst aEgyptaland og var hún dóttir Kams og dóttir Egyptusar, sem í Kaldeu merkir Egypti, sem aftur merkir það sem bannað er —

24 Þegar þessi kona fann landið var það undir vatni, en síðar setti hún syni sína þar, og þaðan, frá Kam, kom sú ætt, sem viðhélt bölvuninni í landinu.

25 Fyrstu stjórn Egyptalands stofnsetti Faraó, elsti sonur Egyptusar, dóttur Kams, og var hún ættföðurleg að hætti stjórnar Kams.

26 Faraó, sem var réttlátur maður, setti á stofn ríki sitt og dæmdi fólk sitt viturlega og af réttvísi alla sína daga, og reyndi í einlægni að líkja eftir þeirri reglu, sem feðurnir höfðu komið á með fyrstu kynslóðinni á dögum hins fyrsta ættföðurríkis, já, í stjórnartíð Adams, og einnig Nóa föður síns, sem blessaði hann með ablessunum jarðar og blessunum visku, en bannfærði hann hvað prestdæmið varðar.

27 En Faraó, sem var af þeirri ætt sem ekki hafði aprestdæmisréttinn, þótt Faraóarnir héldu því gjarna fram, að þeir ættu rétt á honum frá Nóa, gegnum Kam, og þess vegna leiddist faðir minn afvega af skurðgoðadýrkun þeirra —

28 En ég mun reyna síðar að rekja tímatalið frá sjálfum mér aftur til upphafs sköpunarinnar, því að aheimildirnar hafa fallið í hendur mínar og ég hef þær fram á þennan dag.

29 Eftir að prestur Elkena hafði nú verið lostinn svo að hann dó, uppfylltist það sem sagt var við mig um Kaldealand, að hungursneyð yrði í landinu.

30 Samkvæmt því varð hungursneyð í öllu Kaldealandi, og faðir minn þjáðist sárlega vegna hungursneyðarinnar, og hann iðraðist þess illvirkis gegn mér, að ætla að svipta mig alífi.

31 En heimildir feðranna, jafnvel patríarkanna, varðandi prestdæmisréttinn, varðveitti Drottinn Guð minn í mínum eigin höndum. Þess vegna hef ég geymt fram á þennan dag vitneskjuna um upphaf sköpunarinnar og einnig um apláneturnar og stjörnurnar, eins og það var kunngjört feðrunum. Og ég mun reyna að skrá eitthvað af því í þessa frásögn, til gagns fyrir afkomendur mína eftir mig.