Námshjálp
Melkísedeksprestdæmi


Melkísedeksprestdæmi

Melkísedeksprestdæmið er hið æðra eða meira prestdæmi; Aronsprestdæmið er lægra prestdæmið. Melkísedeksprestdæmið felur í sér lyklana að andlegum blessunum kirkjunnar. Með helgiathöfnum æðra prestdæmisins nær kraftur guðleikans að koma fram meðal manna (K&S 84:18–25; 107:18–21).

Guð opinberaði Adam þetta æðra prestdæmi fyrst. Patríarkar og spámenn á öllum ráðstöfunartímum höfðu þetta vald (K&S 84:6–17). Það var fyrst nefnt Hið heilaga prestdæmi eftir reglu Guðssonarins. Síðar nefndist það Melkísedeksprestdæmi (K&S 107:2–4).

Þegar Ísraelsþjóð mistókst að lifa í samræmi við réttindi og sáttmála Melkísedeksprestdæmisins, tók Drottinn hið hærra lögmál frá þeim og gaf þeim hið lægra lögmál og lægra prestdæmi (K&S 84:23–26). Það var kallað Aronsprestdæmi og Móselögmál. Þegar Jesús kom til jarðar endurreisti hann Melkísedeksprestdæmið meðal Gyðinga og hóf að byggja upp kirkju meðal þeirra. Hins vegar glataðist kirkjan og prestdæmið á ný sökum fráhvarfs. Síðar var hvort tveggja endurreist með Joseph Smith yngri (K&S 27:12–13; 128:20; JS — S 1:73).

Innan Melkísedeksprestdæmis eru embætti öldungs, háprests, patríarka, hinna sjötíu, og postula (K&S 107). Melkísedeksprestdæmið mun alltaf verða hluti Guðsríkis á jörðu.

Forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er forseti æðra eða Melkísedeksprestdæmisins og hann hefur alla lykla viðvíkjandi ríki Guðs á jörðu. Forsetaköllun hefur aðeins einn maður í senn á jörðu og hann er eini maðurinn sem er veitt vald til að fara með alla lykla prestdæmisins (K&S 107:64–67; 132:7)