Námshjálp
Trúaratriði


Trúaratriði

Þrettán grundvallar trúaratriði sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kenna.

Þau komu fyrst fram í bréfi sem Joseph Smith ritaði John Wentworth ritstjóra Chicago Democrat, sem svar við ósk hans um að vita á hvað meðlimir kirkjunnar tryðu. Bréfið varð síðan þekkt sem Wentworth-bréfið og var fyrst prentað í Times and Seasons í mars 1842. Hinn 10. október 1880 voru trúaratriðin formlega meðtekin sem ritning með samþykkt meðlima kirkjunnar og felld inn í Hina dýrmætu perlu.