Námshjálp
Ummyndun


Ummyndun

Ástand manna sem um stundarsakir eru breyttir í útliti og eðli — það er, lyft á hærra stig andlega — svo þeir fái þolað nærveru og dýrð himneskra vera.

Ummyndun Krists

Pétur, Jakob og Jóhannes sáu Drottin dýrðlegan gjörðan og ummyndaðan frammi fyrir sér. Frelsarinn hafði áður lofað Pétri því, að hann mundi fá lykla himnaríkis (Matt 16:13–19; 17:1–9; Mark 9:2–10; Lúk 9:28–36; 2 Pét 1:16–18). Á þessari mikilvægu stundu afhentu frelsarinn, Móse og Elías (Elía) lykla prestdæmisins þeim Pétri, Jakob og Jóhannesi, eins og lofað hafði verið. Með þessum prestdæmislyklum höfðu postularnir vald til að halda áfram starfi ríkisins eftir uppstigningu Jesú.

Joseph Smith kenndi að á ummyndunarfjallinu hafi Pétur, Jakob og Jóhannes einnig ummyndast. Þeir sáu í sýn jörðina eins og hún verður síðar í dýrðlegu ástandi (K&S 63:20–21). Þeir sáu Móse og Elía, tvær umbreyttar verur, og heyrðu rödd föðurins. Faðirinn sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á. Hlýðið á hann!“ (Matt 17:5).

Ummyndaðar verur