Námshjálp
Leví


Leví

Í Gamla testamenti, þriðji sonur Jakobs og Leu (1 Mós 29:34; 35:23). Leví varð ættfaðir einnar ættkvíslar Ísraels.

Ættkvísl Levís

Jakob blessaði Leví og niðja hans (1 Mós 49:5–7, 28). Afkomendur Levís þjónuðu í helgidómum Ísraels (4 Mós 1:47–54). Aron var Levíti og afkomendur hans prestar (2 Mós 6:16–20; 28:1–4; 29). Levítar aðstoðuðu prestana, syni Arons (4 Mós 3:5–10; 1 Kon 8:4). Stundum sáu þeir um tónlist (1 Kro 15:16; Nehem 11:22); slátruðu fórnardýrum (2 Kro 29:34; Esra 6:20); og unnu ýmis verk í musterinu (Nehem 11:16). Levítar voru helgaðir þjónustu við Drottin til að framkvæma helgiathafnir fyrir Ísraelsbörn. Levítar voru helgaðir sem fórn frammi fyrir Drottni af hendi Ísraelsmanna (4 Mós 8:11–22); þannig urðu þeir sérstök eign Guðs, í stað allra frumburða (4 Mós 8:16). Þeir voru ekki vígðir, en hreinsaðir vegna starfs síns (4 Mós 8:7–16). Þeir áttu ekkert erfðaland í Kanaanlandi (4 Mós 18:23–24), en þeir tóku við tíundinni (4 Mós 18:21), fengu til umráða fjörutíu og átta borgir (4 Mós 35:6) og rétt til að taka við ölmusu fólksins á hátíðum (5 Mós 12:18–19; 14:27–29).