Námshjálp
Englar


Englar

Tvenns konar verur á himni kallast englar: Þeir sem eru andar og þeir sem hafa líkama af holdi og beini. Englar sem eru andar hafa ekki enn öðlast líkama af holdi og beini eða þeir eru andar sem eitt sinn voru í dauðlegum líkama og bíða upprisu. Englar sem hafa líkama af holdi og beini hafa annað hvort verið reistir frá dauðum eða umbreyttir.

Víða í ritningunum er sagt frá störfum engla. Stundum tala englar með þrumuraust er þeir flytja boð Drottins (Mósía 27:11–16). Réttlátir, dauðlegir menn eru einnig stundum kallaðir englar (ÞJS, 1 Mós 19:15 [Viðauki]). Sumir englar þjóna við hásæti Guðs á himnum (Al 36:22).

Ritningarnar tala líka um engla djöfulsins. Það eru þeir andar sem fylgdu Lúsífer og voru reknir úr návist Guðs í fortilverunni og varpað niður til jarðar (Op 12:1–9; 2 Ne 9:9, 16; K&S 29:36–37).