Námshjálp
Endurleysa, endurleystur, endurlausn


Endurleysa, endurleystur, endurlausn

Að frelsa, kaupa eða endurleysa eins og að losa mann úr böndum með greiðslu. Endurlausn vísar til friðþægingar Jesú Krists og frelsun frá synd. Friðþæging Krists endurleysir allt mannkyn frá líkamsdauða. Með friðþægingu hans eru þeir endurleystir sem á hann trúa og iðrast, einnig frá andlegum dauða.