Námshjálp
Skírn, skíra


Skírn, skíra

Orðið sem notað er í hinum upprunalega gríska texta merkir að „dýfa niður“ eða „færa í kaf.“ Íslenska orðið skíra táknar að hreinsa, gera bjartara. Niðurdýfingarskírn í vatni, framkvæmd af þeim sem vald hefur, er inngangs helgiathöfn fagnaðarerindisins og nauðsynleg til að gjörast meðlimur í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Undanfari hennar er trú á Jesú Krist og iðrun. Henni verður að fylgja eftir með veitingu á gjöf heilags anda svo að hún sé fullkomnuð (2 Ne 31:13–14). Niðurdýfingarskírn með vatni og anda er nauðsynleg til inngöngu í himneska ríkið. Adam var sá fyrsti sem skírður var (HDP Móse 6:64–65). Jesús var einnig skírður til að fullnægja öllu réttlæti og vísa öllu mannkyni veg (Matt 3:13–17; 2 Ne 31:5–12).

Ekki fá allir á jörðu tækifæri til að taka þar á móti fagnaðarerindinu og því hefur Drottinn heimilað skírnir framkvæmdar af staðgenglum fyrir hina dánu. Þannig geta þeir sem taka á móti fagnaðarerindinu í andaheimi uppfyllt skilyrði til inngöngu í ríki Guðs.

Nauðsynleg

Skírn með niðurdýfingu

Skírn til fyrirgefningar synda

Rétt vald

Forsendur skírnar

Sáttmáli gerður við skírn

Skírn fyrir dána

Skírnin ekki fyrir ungbörn

Prenta