Námshjálp
Jesaja


Jesaja

Spámaður í Gamla testamenti sem starfaði frá 740–701 f.Kr. Sem aðalráðgjafi Hiskía konungs hafði Jesaja mikil áhrif á trúmál og stjórnmál.

Jesús vitnaði oftar í Jesaja en nokkurn annan spámann. Einnig er oft vitnað í Jesaja af þeim Pétri, Jóhannesi og Páli í Nýja testamentinu. Mormónsbók og Kenning og sáttmálar hafa að geyma fleiri tilvitnanir í Jesaja en nokkurn annan spámann og eru mikilvæg hjálp til að skilja Jesaja. Nefí kenndi fólki sínu úr ritum Jesaja (2 Ne 12–24; Jes 2–14). Drottinn sagði við Nefíta að „mikil eru orð Jesaja“ og að allt sem Jesaja mælti mundi koma fram (3 Ne 23:1–3).

Bók Jesaja

Bók í Gamla testamenti. Margir spádóma Jesaja fjalla um komu lausnarans, bæði í jarðneska þjónustu (Jes 9:6) og sem hinn mikla konung á síðustu dögum (Jes 63). Hann spáir einnig mörgu varðandi framtíð Ísraels.

Fyrsti kapítuli er inngangur að því sem á eftir kemur. Jesaja 7:14; 9:6–7; 11:1–5; 53; og 61:1–3 boða þjónustu frelsarans. Kapítular 2, 11, 12, og 35 fjalla um atburði á síðari dögum, þegar fagnaðarerindið verður endurreist, Ísrael safnað saman og hið þyrsta land blómstrar sem rós. Í kapítula 29er að finna spádóm um tilkomu Mormónsbókar (2 Ne 27). Kapítular 40–46 greina frá yfirburðum Jehóva, sem hins sanna Guðs, yfir skurðgoð sem heiðnir tilbiðja. Síðasti hluti bókarinnar, kapítular 47–66, fjalla um atburði við endanlega endurreisn Íraels og stofnun Síonar, þegar Drottinn dvelur með fólki sínu.