Námshjálp
Júdas


Júdas

Í Nýja testamenti, einn af bræðrum Jesú og sennilega höfundur Júdasarbréfsins (Matt 13:55; Júd 1:1).

Júdasarbréf

Bókin er bréf frá Júdasi til ákveðinna heilagra sem voru að veikjast í trúnni. Grafið var undan trú þeirra af þeim meðal þeirra, sem kváðust vera kristnir þótt þeir iðkuðu ósiðlegan heiðinn átrúnað og kváðust undanþegnir siðrænum reglum. Júdas vildi vekja hina heilögu til vitundar um þá andlegu hættu sem þeir væru í og hvetja þá til trúfestu.

Athyglisverð meðal versa Júdasarbréfs er 6. versið sem segir frá stríðinu á himnum og brottvísan Lúsífers og engla hans úr fortilverunni (Abr 3:26–28), og vers 14–15, sem vísa til spádóms Enoks.