Námshjálp
Hvíldardagur


Hvíldardagur

Helgur dagur frátekinn í hverri viku til hvíldar og tilbeiðslu. Eftir að Guð hafði skapað alla hluti hvíldist hann á sjöunda degi og bauð að einn dagur hverrar viku yrði dagur hvíldar og til að minna menn á hann (2 Mós 20:8–11).

Fram að upprisu Krists héldu meðlimir kirkjunnar síðasta dag vikunnar hátíðlegan sem hvíldardag eins og Gyðingar gerðu. Eftir upprisuna tóku meðlimir kirkjunnar, hvort sem þeir voru af Gyðingaætt eða frá Þjóðunum, að halda fyrsta dag vikunnar (dag Drottins) hátíðlegan í minningu upprisu Drottins. Nútímakirkjan heldur áfram að halda einn dag hverrar viku hátíðlegan sem helgan hvíldardag til að tilbiðja Guð og hvílast frá veraldlegu amstri.

Hvíldardagurinn minnir menn á nauðsyn andlegrar næringar og skyldu þeirra að hlýða Guði. Þegar þjóð verður kærulaus um að virða hvíldardaginn hefur það áhrif á alla þætti þjóðlífsins og trúarlífi hnignar (Nehem 13:15–18; Jer 17:21–27).