Námshjálp
Genesis (Fyrsta Mósebók)


Genesis (Fyrsta Mósebók)

Fyrsta bók Móse (Genesis) er fyrsta bók Gamla testamentis og rituð af spámanninum Móse. Hún greinir frá margs konar upphafi, svo sem sköpun jarðar, upphafi dýra og manna á jörðu, falli Adams og Evu, opinberun fagnaðarerindisins til Adams, upphafi ættbálka og kynstofna, uppruna margra tungumála við Babel og upphafi fjölskyldu Abrahams sem leiddi til stofnunar ættar Ísraels. Lögð er áhersla á hlutverk Jósefs sem verndara Ísraels í (fyrstu bók Móse) Genesis.

Síðari daga opinberanir staðfesta og skýra frásögu Genesis (1 Ne 5; Eter 1; HDP Móse 1–8; Abr 1–5).

Kapítular 1 til 4 í Genesis segja frá sköpun heimsins og tilkomu fjölskyldu Adams. Kapítular 5–10 segja sögu Nóa. Kapítular 11–20 segja frá Abraham og fjölskyldu hans fram að tíma Ísaks. Kapítular 21–35 fylgja eftir fjölskyldu Ísaks. Kapítuli 36 segir frá Esaú og fjölskyldu hans. Kapítular 37–50 segja af fjölskyldu Jakobs og greina frá því er Jósef var seldur til Egyptalands og hlutverki hans til bjargar Ísraelsætt.