Námshjálp
Friðþægja, friðþæging


Friðþægja, friðþæging

Að sætta manninn við Guð.

Eins og orðið er notað í ritningunum er friðþæging að þola refsingu fyrir syndsamlegt athæfi og leysa þannig iðrandi syndara undan afleiðingu syndarinnar og sætta hann við Guð. Jesús Kristur var hinn eini sem gat gjört fullkomna friðþægingu fyrir allt mannkyn. Það gat hann gjört vegna vals hans og forvígslu á Stórþingi himins fyrir grundvöllun veraldar (Et 3:14; HDP Móse 4:1–2; Abr 3:27), guðlegs sonareðlis síns og syndlauss lífs. Friðþæging hans fól í sér þjáningu hans fyrir syndir mannkyns, úthellingu blóðs hans, dauða hans og síðan upprisu úr gröfinni (Jes 53:3–12; Lúk 22:44; Mósía 3:5–11; Al 7:10–13; K&S 19:16–19). Vegna friðþægingarinnar munu allir rísa upp frá dauðum í ódauðlegum líkama (1 Kor 15:22). Friðþægingin gerir okkur einnig mögulegt að fá fyrirgefningu syndanna og búa með Guði í eilífðinni. En sá sem náð hefur ábyrgðaraldri og meðtekið lögmálið fær einungis notið þessara blessana, ef hann á trú á Jesú Krist, iðrast synda sinna, meðtekur helgiathafnir sáluhjálpar og heldur boðorð Guðs. Þeir sem ekki ná ábyrgðaraldri og þeir sem eru án lögmálsins eru endurleystir fyrir friðþæginguna (Mósía 15:24–25; Moró 8:22). Ritningarnar kenna ljóslega, að ef Kristur hefði ekki friðþægt fyrir syndir okkar, gæti ekkert lögmál, engin helgiathöfn eða fórn uppfyllt kröfur réttlætisins og maðurinn gæti aldrei komist aftur í návist Guðs (2 Ne 2; 9).