Námshjálp
Jónas


Jónas

Spámaður í Gamla testamenti kallaður af Drottni til að boða íbúum Nínevuborgar iðrun (Jónas 1:1–2).

Bók Jónasar

Bók í Gamla testamenti sem greinir frá ákveðinni lífsreynslu Jónasar. Líklega ritaði Jónas ekki bókina sjálfur. Meginboðskapur bókarinnar er að Jehóva ríki alls staðar og einskorðar ekki kærleik sinn við eitt land eða þjóð.

Í 1. kapítula býður Drottinn Jónasi að prédika í Nínevu. Í stað þess að gjöra sem Drottinn bauð flýr Jónas á skipi og er gleyptur af stórum fiski. Í 2. kapítula biður Jónas til Drottins og fiskurinn kastar Jónasi upp svo hann hefur þurrt land undir fótum. Í 3. kapítula er greint frá að Jónas fer til Nínevu og boðar fall borgarinnar. En fólkið iðrast. Í 4. kapítula ávítar Drottinn Jónas fyrir að reiðast þegar Drottinn bjargaði fólkinu.

Jesús kenndi að það, að fiskurinn gleypti Jónas, væri undanboði eigin dauða Jesú og upprisu (Matt 12:39–40; 16:4; Lúk 11:29–30).