Námshjálp
Andi


Andi

Sá hluti lífveru sem er til fyrir stundlega fæðingu, dvelur í líkama í jarðlífinu og er til eftir dauðann sem sérstök vera fram að upprisu. Allt sem lifir — mannkyn, dýr og jurtir — voru andar áður en nokkurt líf var til á jörðu (1 Mós 2:4–5; HDP Móse 3:4–7). Andalíkami hefur sama útlit og jarðneskur líkami (1 Ne 11:11; Et 3:15–16; K&S 77:2; 129). Andi er efni, en það er fíngerðara og tærara en dauðlegt efni eða frumefni (K&S 131:7).

Sérhver persóna er bókstaflega sonur eða dóttir Guðs, hefur fæðst sem andi himneskum foreldrum áður en hún fæddist dauðlegum foreldrum á jörðu (Hebr 12:9). Sérhver persóna á jörðu hefur ódauðlegan andalíkama ásamt líkama af holdi og blóði. Andinn og hinn dauðlegi líkami mynda í sameiningu sálina eins og sumstaðar segir í ritningum, (1 Mós 2:7; K&S 88:15; HDP Móse 3:7, 9, 19; Abr 5:7). Andi getur lifað án dauðlegs líkama, en dauðlegur líkami getur ekki lifað án andans (Jakbr 2:26). Líkamsdauði er aðskilnaður anda og líkama. Í upprisunni sameinast andi og hinn sami líkami af holdi og beini á ný með tvenns konar mikilvægum mun: Þeir aðskiljast aldrei aftur og efnislíkaminn verður ódauðlegur og fullkomnast (Al 11:45; K&S 138:16–17).

Illir andar