Námshjálp
Þýða, þýðing


Þýða, þýðing

Að setja fram merkingu hugmyndar sem sett er fram á einu tungumáli á hliðstæðan hátt á öðru tungumáli (Mósía 8:8–13; TA 1:8). Í ritningunum er oft talað um þetta sem gjöf frá Guði (Al 9:21; K&S 8; 9:7–9). Stundum er um að ræða að endurbæta eða leiðrétta þýðingu sem til er á ákveðnu tungumáli eða endurheimta glataðan texta (K&S 45:60–61). Joseph Smith var boðið að hefjast handa að þýða með innblæstri Biblíuútgáfu Jakobs konungs (K&S 42:56; 76:15).