Námshjálp
Opinber yfirlýsing 1


Opinber yfirlýsing 1

Prentuð aftast í Kenningu og sáttmálum, fyrsti hluti Opinberrar yfirlýsingar 1 er einnig þekktur undir nafninu Yfirlýsingin. Hún var gefin af Wilford Woodruff forseta og kynnt meðlimum kirkjunnar á aðalráðstefnu hinn 6. október 1890. Allt frá árinu 1862 og næsta aldarfjórðunginn á eftir voru margvísleg lög sett sem gerðu fjölkvæni ólöglegt í Bandaríkjunum. Drottinn sýndi Wilford Woodruff með sýn og opinberun hvað gerast mundi ef hinir heilögu legðu ekki fjölkvæni niður. Yfirlýsing hans staðfesti formlega að fjölkvænisgiftingar væru ekki lengur framkvæmdar.