Námshjálp
Elísa


Elísa

Spámaður G.T. í nyrðra konungsdæmi Ísraels og mikils metinn ráðgjafi nokkurra konunga þess ríkis.

Elísa var blíður og ástúðlegur í viðmóti, átti ekki þann eldheita ákafa sem einkenndi læriföður hans, Elía. Hin athyglisverðu kraftaverk hans (2 Kon 2–5; 8) bera vitni um að hann hlaut vissulega kraft Elía þegar hann tók við af honum sem spámaður (2 Kon 2:9–12). Til dæmis bætti hann vatnið í brunni sem hafði spillst, aðgreindi vötn Jórdanárinnar, margfaldaði olíu ekkjunnar, reisti dreng frá dauðum, læknaði líkþráan mann, lét járnexi fljóta og sló Sýrlendingana blindu (2 Kon 2–6). Þjónusta hans varaði meir en hálfa öld á stjórnarárum Jórams, Jehú, Jóahasar og Jóasar.