Námshjálp
Símeon


Símeon

Í Gamla testamenti, annar sonur Jakobs og Leu konu hans (1 Mós 29:33; 35:23; 2 Mós 1:2). Hann tók þátt í morðum á Síkemítum ásamt Leví (1 Mós 34:25–31). Spádóm Jakobs varðandi Símeon er að finna í 1 Mós 49:5–7.

Ættkvísl Símeons

Afkomendur Símeons bjuggu oft með Júdaættkvísl og innan landamæra Júdeu (Jós 19:1–9; 1 Kro 4:24–33). Ættkvísl Símeons var í liði með Júda í orrustu gegn Kanaanítum (Dóm 1:3, 17). Þeir voru einnig í her Davíðs (1 Kro 12:25).