Námshjálp
Exodus (Önnur Mósebók)


Exodus (Önnur Mósebók)

Bók rituð af Móse í Gamla testamentinu sem segir frá brottför Ísraelsmanna frá Egyptalandi. Upphafi sögu Ísraels eins og skráð er í Exodus má skipta í þrjá hluta: (1) þrældóm þjóðarinnar undir Egyptum, (2) brottför þeirra frá Egyptalandi undir leiðsögn Móse og (3) trúmennsku þeirra í þjónustu Guðs í trúarlífi þeirra og stjórnmálum.

Fyrsti hlutinn, 2 Móse 1:1–15:21, skýrir frá kúgun Ísraels í Egyptalandi; upphafi sögu þeirra og köllun Móse; brottförinni og stofnsetningu páskanna; ferðinni til Rauða hafsins, eyðingu hers Faraós og lofsöng Móse.

Annar hlutinn, 2 Móse 15:22–18:27, segir frá björgun Ísraels og atburðunum á leiðinni frá Rauða hafinu til Sínaí; hinum beisku vötnum Mara, gjöf lynghænsna og manna, helgi hvíldardagsins, gjöf vatns með kraftaverki í Refídím og orrustunni þar við Amalekíta; komu Jetrós í búðirnar og ráðgjöf hans varðandi stjórnarfar þjóðarinnar.

Þriðji hlutinn, kapítular 19–40, segja frá vígslu Ísraels til þjónustu við Guð með hátíðlegum atburðum við Sínaí. Drottinn gjörir þjóðina að prestaríki og helgar hana; hann gaf boðorðin tíu; og hann gaf fyrirmæli um tjaldbúðina, innviði hennar og tilbeiðslu í henni. Síðan kemur frásögnin af þeirri synd þjóðarinnar að tilbiðja gullkálfinn og að lokum er greint frá smíði tjaldbúðarinnar og ákvæðum um þjónustuna þar.