Skortur eða vöntun á auðmýkt eða námfýsi. Dramb setur fólk í andstöðu hvert við annað og gegn Guði. Hinn drambsami setur sjálfan sig ofar þeim sem hann umgengst og fylgir fremur eigin vilja en vilja Guðs. Ofmat á sjálfum sér, öfund, miskunnarleysi og hroki eru einnig einkenni hinna drambsömu.
Gæt þín að þú gleymir ekki Drottni og lát eigi hjarta þitt ofmetnast, 5 Mós 8:11–14 .
Drambsemi og ofdramb hata ég, Okv 8:13 (Okv 6:16–17 ).
Drambsemi er undanfari tortímingar, Okv 16:18 .
Dagur Drottins kemur yfir það sem dramblátt er, Jes 2:11–12 (2 Ne 12:11–12 ).
Hroki hjarta þíns hefur dregið þig á tálar, Óbad 1:3 .
Allir hrokafullir verða sem hálmleggir, Mal 4:1 (1 Ne 22:15 ; 3 Ne 25:1 ; K&S 29:9 ).
Hver sem upphefur sjálfan sig mun auðmýktur verða, Matt 23:12 (K&S 101:42 ).
Guð stendur gegn dramblátum, 1 Pét 5:5 .
Hin stóra og rúmgóða bygging var hroki jarðar, 1 Ne 11:36 (1 Ne 12:18 ).
Séu þeir lærðir halda þeir sig vitra, 2 Ne 9:28–29 .
Þér hreykið yður hátt vegna hrokans í hjörtum yðar, Jakob 2:13, 16 (Al 4:8–12 ).
Hafið þér afklæðst hrokanum, Al 5:28 .
Mikill hroki hafði náð tökum á hjarta þjóðarinnar, He 3:33–36 .
Hversu fljót mannanna börn eru til að hreykja sér hátt, He 12:4–5 .
Hroki þessarar þjóðar varð henni til tortímingar, Moró 8:27 .
Verið á verði gegn ofurdrambi, svo þér verðið ekki eins og Nefítarnir, K&S 38:39 .
Látið af öllu drambi og léttúðarhjali, K&S 88:121 .