Námshjálp
Nýja testamentið


Nýja testamentið

Safn innblásinna rita (upphaflega á grísku) um líf og helga þjónustu Jesú Krists, postulanna og annarra fylgjenda Jesú Krists. Nýja testamentinu er venjulega skipt í guðspjöllin, Postulasöguna, bréf Páls, almennu bréfin og Opinberunarbókina.

Guðspjöllin fjögur — Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes — eru frásögur úr lífi Krists. Postulasagan segir sögu kirkjunnar og postulanna, einkum segir hún frá trúboðsferðum Páls eftir dauða Krists. Í bréfum Páls eru fyrirmæli til kirkjuleiðtoga og meðlima. Hin bréfin eru rituð af öðrum postulum og veita fyrri tíðar heilögum viðbótar leiðbeiningar. Opinberunarbókin, sem rituð var af postulanum Jóhannesi, geymir aðallega spádóma varðandi síðustu daga.