Ritningar
Joseph Smith — Matteus 1


Joseph Smith — Matteus

Útdráttur úr þýðingu á Biblíunni eins og opinberaðist spámanninum Joseph Smith árið 1831: Matteus 23:39 og 24. kapítuli.

1. Kapítuli

Jesús segir fyrir um yfirvofandi tortímingu Jerúsalem — Hann ræðir einnig um síðari komu mannssonarins og tortímingu hinna ranglátu.

1 Því að ég segi yður, að þér munuð eigi sjá mig héðan af og vita, að ég er sá, sem spámennirnir hafa ritað um, fyrr en þér segið: Blessaður er sá, sem akemur í nafni Drottins, í skýjum himins, og allir hinir heilögu englar með honum. Þá skildu lærisveinar hans, að hann kæmi aftur til jarðar, eftir að hafa verið dýrðlegur gjörður og krýndur bGuði til hægri handar.

2 Og Jesús gekk út úr helgidóminum og hélt brott. Og lærisveinar hans komu til hans til að hlýða á hann og sögðu: Meistari, sýn þú oss varðandi byggingu helgidómsins, því að þú hefur sagt — Þær munu rifnar niður og eftirlátnar ykkur í auðn.

3 En Jesús sagði við þá: Sjáið þér ekki allt þetta, og skiljið þér það ekki? Sannlega segi ég yður, hér á þessu musteri mun eigi eftir verða asteinn yfir steini, er eigi sé niður brotinn.

4 Og Jesús yfirgaf þá og fór upp á aOlíufjallið. Og þá er hann sat á Olíufjallinu, komu lærisveinarnir til hans einslega og sögðu: Seg þú oss, hvenær verður þetta, sem þú hefur sagt um tortímingu musterisins og Gyðinganna, og hvert er btákn ckomu þinnar og dendaloka veraldar eða tortímingar hinna eranglátu, sem er endalok veraldar?

5 Og Jesús svaraði og sagði við þá: Varist að láta nokkurn blekkja yður —

6 Því að margir munu koma í mínu nafni og segja: Ég er Kristur! Og marga munu þeir blekkja —

7 Þá munu þeir framselja yður til aþrengingar og lífláta yður, og allar þjóðir munu bhata yður sakir nafns míns —

8 Og þá munu margir láta vélast og framselja hver annan, og hata hver annan —

9 Og fram munu koma margir falsspámenn og blekkja marga —

10 Og vegna þess að misgjörðir þrífast, mun akærleikur flestra kólna —

11 En sá, sem er staðfastur og lætur ekki yfirbugast, mun hólpinn verða.

12 Þegar þér því sjáið aviðurstyggð eyðingarinnar, sem bDaníel spámaður talaði um, varðandi tortímingu cJerúsalem, þá skuluð þér standa á dhelgum stað; lesarinn skilji það.

13 Þá flýi þeir, sem eru í Júdeu, til afjalla —

14 Sá sem er uppi á húsþaki skal flýja, en ekki snúa aftur til að sækja eitthvað úr húsi sínu —

15 Né heldur skal sá, sem er á akrinum, snúa aftur til að sækja klæði sín —

16 En vei þeim, sem þungaðar eru, og þeim, sem abörn hafa á brjósti, á þeim dögum —

17 Biðjið þess vegna til Drottins, að flótti yðar verði hvorki um vetur né á hvíldardegi —

18 Því að þá, á þeim dögum, munu aGyðingar og íbúar bJerúsalem mæta miklu andstreymi, slíku, sem Guð hefur ekki fyrr sent yfir Ísrael, frá upphafi ríkis þeirra til þessa, né heldur mun nokkru sinni aftur sent yfir Ísrael.

19 Allt, sem á þeim hefur hrinið, er aðeins upphaf þeirra sorga, sem yfir þá munu koma.

20 Og ef dagar þessir yrðu ekki styttir, mundi engu holdi þeirra borgið. En samkvæmt sáttmálanum munu þessir dagar styttir, sakir hinna kjörnu.

21 Sjá, þetta hef ég sagt við yður um Gyðinga. Og segi einhver við yður, eftir andstreymi þessara daga sem yfir Jerúsalem munu koma, tak eftir, hér er Kristur eða þar, þá trúið honum ekki —

22 Því að á þeim dögum munu einnig koma upp falskristar og falsspámenn, og þeir munu gjöra stór tákn og undur, ef unnt væri að blekkja sjálfa hina kjörnu, þá sem eru hinir kjörnu samkvæmt sáttmálanum.

23 Sjá, ég segi yður þetta vegna hinna akjörnu. Og þér munuð enn fremur spyrja bhernað og ófriðartíðindi. Gætið þess að skelfast ekki, því að allt, sem ég hef sagt yður, hlýtur að verða, en endirinn er ekki þar með kominn.

24 Sjá, ég hef sagt yður það fyrir —

25 Ef þeir því segja við yður: Sjá, hann er í óbyggðunum, þá farið ekki þangað: Sjá, hann er í leynum, þá trúið því ekki —

26 Eins og birta morgunsins rís í aaustri og skín allt til vesturs og nær yfir alla jörðina, svo mun og verða koma mannssonarins.

27 Og nú sýni ég yður dæmisögu. Sjá, þar sem hræið er, þangað munu ernirnir safnast. Á sama hátt mun mínum kjörnu asafnað saman frá öllum heimsfjórðungum.

28 Og þeir munu spyrja hernað og ófriðartíðindi.

29 Sjá, ég tala vegna minna kjörnu, því að þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki. Þá verður ahungur og fár og landskjálftar á ýmsum stöðum.

30 Og enn fremur, sakir þess að misgjörðir þrífast, mun kærleikur manna kólna, en sá, sem ekki lætur yfirbugast, hann mun hólpinn verða.

31 Og enn, þessi fagnaðarboðskapur um ríkið verður prédikaður um alla aheimsbyggðina, öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma eða tortíming hinna ranglátu —

32 Og enn fremur munu orð Daníels spámanns, um viðurstyggð eyðingarinnar, uppfyllast.

33 En þegar eftir andstreymi þessara daga, mun asólin sortna og tunglið hætta að skína. Stjörnurnar munu hrapa af himni og kraftar himins bifast.

34 Sannlega segi ég yður, sú kynslóð, sem þetta mun sýnt, mun ekki líða undir lok, fyrr en allt, sem ég hef sagt, mun uppfyllt.

35 Þó að þeir dagar komi, að himinn og jörð muni líða undir lok, munu aorð mín ekki undir lok líða, heldur skulu þau öll uppfyllast.

36 Og, eins og ég sagði áður, eftir aandstreymi þessara daga, og eftir að kraftar himna munu bifast, þá mun tákn mannssonarins birtast á himni, og allar kynkvíslir jarðar hefja kveinstafi. Og þær munu sjá mannssoninn bkoma í skýjum himins í veldi og mikilli dýrð —

37 Og hver, sem avarðveitir orð mín, mun ekki láta blekkjast, því að mannssonurinn mun koma, og hann mun senda bengla sína á undan sér með hvellum lúðri, og þeir munu csafna saman leifunum af hans kjörnu úr áttunum fjórum, himinskauta á milli.

38 Nemið nú líkinguna af afíkjutrénu. Þegar greinar þess eru enn mjúkar og laufið tekur að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd —

39 Eins skulu mínir kjörnu vita, þegar þeir sjá allt þetta, að hann er í nánd, já, fyrir dyrum —

40 En daginn og stundina aveit enginn, nei, ekki englar Guðs á himni, enginn nema faðir minn einn.

41 En eins og var á dögum aNóa, svo mun og verða við komu mannssonarins —

42 Því að eins verður hjá þeim og var á dögunum fyrir aflóðið. Því að fram að þeim degi, er Nói gekk í örkina, átu þeir og drukku, kvæntust og giftust —

43 Og vissu ekki fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu mannssonarins.

44 Þá mun rætast það, sem ritað er, að á asíðustu dögum verði tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir bskilinn —

45 Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin —

46 Það, sem ég segi einum, það segi ég öllum mönnum: aVakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur.

47 Það skuluð þér vita, að ef húsráðandinn hefði vitað á hvaða stundu þjófurinn kæmi, hefði hann verið á verði og ekki látið brjótast inn í hús sitt, heldur verið viðbúinn.

48 Verið þér og viðbúnir, því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.

49 Hver er þá atrúr og hygginn þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir heimamenn sína til að gefa þeim mat á réttum tíma?

50 Blessaður er sá þjónn, sem húsbóndinn finnur breyta svo, þegar hann kemur. Og sannlega segi ég yður: Hann mun gjöra hann að stjórnanda allra sinna eigna.

51 En segi hinn illi þjónn í hjarta sínu: Húsbónda mínum advelst —

52 Og tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum —

53 Þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, og á þeirri stundu, sem hann veit ekki —

54 Og mun höggva hann í sundur og útnefna honum hlutskipti með hræsnurum. Þar mun verða grátur og agnístran tanna.

55 Og þá koma aendalok hinna ranglátu, samkvæmt spádómi Móse, er segir: Þeir munu útilokaðir frá öðrum, en endalok veraldar eru ekki þar með komin, heldur er tímar líða.