Tónlist
Þér öldungar fólksins (Karlmenn)
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

119

Þér öldungar fólksins

Karlmenn

Með ákveðni

1. Þér öldungar fólksins nú fylkið með mér

að finna hvern réttlátan hvar sem hann er,

hvort finnst hann á landi, við fjöll eða sæ

að færa til Síon í hreinleikans blæ.

[Chorus]

Úr syndanna’ og lastanna’ og sorganna stað

í Síon vér fagnandi göngum í hlað.

2. Vor uppskera’ er mikil en mannfá vor sveit,

þó megnum vér saman að erja hvern reit,

úr illgresis viðjum hvert ax leysa skal

svo ávöxt það beri í Síonardal.

[Chorus]

Úr syndanna’ og lastanna’ og sorganna stað

í Síon vér fagnandi göngum í hlað.

3. Og sjúka og fátæka finnum vér enn,

já, fátæka, þreytta og hungraða menn,

og fagnaðarerindið færum vér þeim

að flytji þeir með oss til Síonar heim.

[Chorus]

Úr syndanna’ og lastanna’ og sorganna stað

í Síon vér fagnandi göngum í hlað.

Texti: Cyrus H. Wheelock, 1813–1894

Lag: Thomas H. Bayly, 1797–1839, ums

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

Kenning og sáttmálar 133:7–9, 14

Kenning og sáttmálar 75:2–5