Tónlist
Hve blíð eru boðorð Guðs
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

18

Hve blíð eru boðorð Guðs

Blíðlega

1. Hve blíð eru boðorð Guðs,

hve blessað lögmál hans!

Kom, hann vill bera allt vort böl,

já, byrðar sérhvers manns.

2. Og undir ásján hans

er öllum helgum rótt.

Sú hönd, er alla heima ber

oss hlífir dag og nótt.

3. Hví skyldi angurs ok

vorn anda hrella’ og sál?

Flýt þér til himna föðurins

og finn hans lausnarmál.

4. Sannreynd er elska hans,

óbreytt í dægra þröng.

Til hans ég mína byrði ber

og burtu held með söng.

Texti: Philip Doddridge, 1702–1751

Lag: Hans George Nägeli, 1773–1836; úts. af Lowell Mason, 1792–1872

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

1. Jóhannesarbréf 5:3

Sálmarnir 55:22