Heyrið og nemið himnanna óð
  Footnotes

  105

  Heyrið og nemið himnanna óð

  Ákveðið

  1. Heyrið og nemið himnanna óð,

  helgaðan fögnuð sérhverri þjóð.

  Englar Guðs syngja söngrófin hlý,

  sannleikann hefja’ á ný.

  [Chorus]

  Ó, hve ljómar dýrð af himnum hátt

  helga boðun ljós og kærleiks mátt.

  Glóbjört sem sólin Guðs loga bönd

  geisla um jarðar lönd.

  2. Grátið í myrkrum mannkyn sem lá

  mænandi augum dögun að sjá,

  fagnar, því nóttin liðin er löng,

  lyftir upp sannleiks söng.

  [Chorus]

  Ó, hve ljómar dýrð af himnum hátt

  helga boðun ljós og kærleiks mátt.

  Glóbjört sem sólin Guðs loga bönd

  geisla um jarðar lönd.

  3. Valin af Guði’ að vitna’ um hann hér,

  vinna með öllum þjóðum sem ber,

  sannleikans merki hefjandi hátt,

  heilaga orðsins mátt.

  [Chorus]

  Ó, hve ljómar dýrð af himnum hátt

  helga boðun ljós og kærleiks mátt.

  Glóbjört sem sólin Guðs loga bönd

  geisla um jarðar lönd.

  Texti: Byggður á þýskum texta eftir Louis F. Mönch, 1847–1916 © 1985 SDH

  Lag: George F. Root, 1820–1895

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

  Kenning og sáttmálar 133:36–38

  Kenning og sáttmálar 128:19–21