Kom, heyrið spámann hefja raust
  Footnotes

  8

  Kom, heyrið spámann hefja raust

  Glaðlega

  1. Kom, heyrið spámann hefja raust

  og heyrið Drottins mál.

  Hátt syngið fögnuð, trú og traust

  af tryggum hug og sál.

  Vér fundum spámannanna fornu mennt,

  er fyrr hér byggðu rann.

  Annan spámann hefur Herrann sent

  að hefja’ upp sannleik þann.

  2. Þann tálar sorta’ er veg sér vann

  um víðan jarðar stig

  fordæmdan Drottinn hefur hann

  og Herrann birti sig.

  Sú villa glötun veröld bjó

  sem vá tortímileg.

  Loks fundu þjónar Drottins þó

  hinn þrönga, krappa veg.

  3. Þeir treysta eigi’ á mannsins mátt

  né manna hyggjulist.

  Þá dæmda vissu’ úr allri náð,

  sem ekki trúa’ á Krist.

  Hann sagði: „Boð mín öll og ein

  aðgæt og bræðralag.“

  Og tákn mun sýna trúin hrein

  allt til hinn efsta dag.

  4. Því meðtak orðsins líf og ljós

  úr lindum sannleikans,

  lát lög Guðs vitna verðugt hrós

  útvalning helgaðs manns,

  uns heyrir þú Guðs helgan róm

  sig hefja’ um alheiminn,

  eilífan kynna konungdóm

  sem kynni’ að verða þinn.

  Texti: Joseph S. Murdock, 1822–1899

  Fjórða vers, Bruce R. McConkie, 1915–1985 © 1985 SDH

  Lag: Joseph J. Daynes, 1851–1920

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

  Joseph Smith—Saga 1:14–17

  Kenning og sáttmálar 21:4–7