Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt
  Footnotes

  53

  Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt

  Með bænarhug

  1. Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,

  því degi hallar skjótt.

  Sjá, skuggar nætur nálgast ótt,

  ver nær mér Guð í nótt.

  Ver tíður gestur heima hér,

  og huggun veittu mér.

  [Chorus]

  Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,

  nú degi hallar skjótt.

  Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,

  nú degi hallar skjótt.

  2. Ó, dvel hjá mér um dimma nótt,

  í dag þú fylgdir mér,

  og kveiktir hjá mér kærleiksgnótt,

  þá kyrrð ég fann hjá þér.

  Þitt einfalt orð mína’ eflir trú,

  um eilífð hjá mér bú.

  [Chorus]

  Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,

  nú dimma tekur ótt.

  Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt,

  nú dimma tekur ótt.

  3. Ó, ver hjá mér, halt vörð í nótt,

  ég veikur og einn er.

  Þín huggun virðist hulin mér,

  ég hryggur leita’ að þér.

  Ég sekur er, ó, send mér þrótt

  og seg mér verði rótt.

  [Chorus]

  Ó, frelsari minn fylg þú mér,

  ég fel mig einum þér.

  Ó, frelsari minn fylg þú mér,

  ég fel mig einum þér.

  Texti: Lowrie M. Hofford

  Lag: Harrison Millard, 1830–1895

  Íslensk þýðing: Rafnhildur Björk EirÍksdóttir, 1943

  Lúkasarguðspjall 24:29 (13–32)