Faðir, þín börn nú vilja flytja þér
  Footnotes

  23

  Faðir, þín börn nú vilja flytja þér

  Með festu

  1. Faðir þín börn nú vilja flytja þér

  fagnandi þakkir af vörum sér,

  verndina fyrir sem þú veittir þeim,

  vegur þó liggi um grimman heim,

  ljósið sem skín þínu orði í,

  okkur svo gleði þín vermi hlý,

  glöð því að betri hlutinn völdum vér,

  viljum nú lofsönginn flytja þér.

  2. Heyrðu hvað syngjum vér nú sætum róm,

  söngurinn fylli þinn helgidóm,

  styrk okkar vilja til að þóknast þér,

  þá mun allt létt sem að höndum ber.

  Sýn okkur miskunn í syndaþraut,

  sannleikans veg fyrir lasta braut,

  hjartnanna þakkir okkar hlýddu á,

  hljómi nú lofsöngvar okkur frá.

  Text: Evan Stephens, 1854–1930

  Music: Evan Stephens, 1854–1930

  Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

  Sálmarnir 13:6

  Kenning og sáttmálar 136:28