Tónlist
Breytið nú rétt
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

97

Breytið nú rétt

Með áherslu

1. Breytið nú rétt, það byrjar að daga,

boðar að framtíð skal takmarkið sett.

Englar á himninum ályktun draga,

öllum af verkunum, breytið nú rétt.

[Chorus]

Breytið nú rétt og með stálvilja sterkum,

stefnið að frelsi, það takmark skal sett.

Gangið nú örugg að göfugum verkum,

Guð ykkur verndar, ef breytið þið rétt.

2. Breytið nú rétt, því fjötrarnir falla,

fanganna hlekkir, þeir bresta nú þétt.

Vonin hún lýsir og leiða mun alla,

leitið að sannleika, breytið nú rétt.

[Chorus]

Breytið nú rétt og með stálvilja sterkum,

stefnið að frelsi, það takmark skal sett.

Gangið nú örugg að göfugum verkum,

Guð ykkur verndar, ef breytið þið rétt.

3. Breytið nú rétt, þið trúir og tryggir,

tafarlaust áfram, það verða mun létt.

Gleðjist að nýju, sem gerist nú hryggir,

gæfunnar njótið, breytið nú rétt.

[Chorus]

Breytið nú rétt og með stálvilja sterkum,

stefnið að frelsi, það takmark skal sett.

Gangið nú örugg að göfugum verkum,

Guð ykkur verndar, ef breytið þið rétt.

Texti: Ók., The Psalms of Life, Boston, 1857. Ísl. texti: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Lag: E. Kiallmark

5. Mósebók 6:17–18

Helaman 10:4–5