Tónlist
Kölluð til að þjóna
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

103

Kölluð til að þjóna

Hvetjandi

1. Kölluð til að þjóna himins Herra,

valin til að vitna’ um nafnið hans,

víðri veröld boðskapinn hans bera,

birta undur kærleikans.

[Chorus]

Áfram, alltaf áfram,

er vér lofum nafnið hans.

Áfram, alltaf áfram,

er vér lofum nafnið hans.

Áfram, sækjum áfram,

fram með sigursöngva hljóm.

Guð oss gefur styrk

í þjónustu við æðsta konungdóm. dóm.

2. Kölluð til að öðlast æðstu blessun

eins og konungs börnum hæfir best,

játa nafn Krists glöðum, heilum huga,

honum lofgjörð flytja mest.

[Chorus]

Áfram, alltaf áfram,

er vér lofum nafnið hans.

Áfram, alltaf áfram,

er vér lofum nafnið hans.

Áfram, sækjum áfram,

fram með sigursöngva hljóm.

Guð oss gefur styrk

í þjónustu við æðsta konungdóm. dóm.

Texti: Grace Gordon, alt.

Lag: Walter G. Tyler

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

Kenning og sáttmálar 4:2–3

Kenning og sáttmálar 20:17–19