Áfram Herrans herir
  Footnotes

  102

  Áfram Herrans herir

  Ákveðið

  1. Áfram Herrans herir,

  höldum enn í stríð,

  sigurmerkið sæla,

  svífur fyrir lýð,

  hæstur Herrann Kristur

  her gegn syndum býr,

  blaktir fyrir fylking

  fáni hár og dýr.

  [Chorus]

  Áfram Herrans herir,

  hefjum sókn á ný,

  fögrum sigurfána

  fylgjum stríðið í.

  2. Sjáist sigurmerkið

  Satans hópur flýr,

  sækið Herrans sveitir,

  sigurinn er dýr.

  Bifast hallir heljar,

  hrynja’ í sigurgný,

  látum sönginn svella,

  sigurljóðin ný.

  [Chorus]

  Áfram Herrans herir,

  hefjum sókn á ný,

  fögrum sigurfána

  fylgjum stríðið í.

  3. Kveður Drottins kirkja,

  kallar alla þjóð,

  feta Herrans herir

  helgra manna slóð.

  Einn er okkar vilji,

  eitt vort líf og sál,

  öll sem eitt vér trúum,

  eitt vort hjartans mál.

  [Chorus]

  Áfram Herrans herir,

  hefjum sókn á ný,

  fögrum sigurfána

  fylgjum stríðið í.

  4. Áfram allir lýðir,

  allra landa þjóð,

  takið allir undir,

  okkar gleðiljóð.

  Virðing, dýrð og vegsemd

  veiti Drottni þjóð,

  honum allar aldir

  ómi dýrðarljóð.

  [Chorus]

  Áfram Herrans herir,

  hefjum sókn á ný,

  fögrum sigurfána

  fylgjum stríðið í.

  Texti: Sabine Baring-Gould, 1834–1924

  Lag: Arthur S. Sullivan, 1842–1900

  Íslensk þýðing: Friðrik Guðni Friðriksson, 1944

  5. Mósebók 31:6

  2. Tímóteusarbréf 2:3