Minn hiðir er Drottinn
  Footnotes

  19

  Minn hiðir er Drottinn

  Rólega

  1. Minn hirðir er Drottinn, mig brestur ei neitt,

  á grænum grundum hann gefur mér hvíld

  og leiðir að vötnum, þar næðis ég nýt

  og vísar úr villu og verndar í nauð.

  Og vísar úr villu og verndar í nauð.

  2. Þó reiki ég skugganna dauðans dal,

  fyrst þú ert minn vörður, ég óttast ei.

  Þinn sproti’ er mér vörn og þinn stafur mér stoð,

  ei háski mig hendir, mig huggarinn sér.

  Ei háski mig hendir, mig huggarinn sér.

  3. Í þjáninga djúpunum býr þú mér borð

  og bikar minn flóir af ómældri náð.

  Við olíuilman þú krýnir mig kóng.

  Hvers meir gæti’ ég, Alvaldur, óskað frá þér?

  Hvers meir gæti’ ég, Alvaldur, óskað frá þér?

  Texti: James Montgomery, 1771–1854; byggt á 23. Sálmi

  Lag: Thomas Koschat, 1845–1914

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson

  Sálmarnir 23

  Jesaja 26:3–4