Tónlist
Lausnari minn lifir
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

35

Lausnari minn lifir

Glaðlega

1. Ég veit minn ljúfur lausnarinn

með lífi’ á dauða sigur vann,

hann sigri hrósar, sonur Guðs,

já, sonur heilags Guðs er hann.

2. Hann lifir, eina lífs míns trú,

hann lifir mannsins eina von,

mitt ljós á vegi lifir enn,

hann lifir Guðs eingetni son.

3. Mér anda þínum blás í brjóst,

mér blíðan gefðu friðinn þinn,

minn fót svo styð um farinn veg

að finni’ ég leið í himin inn.

Texti: Gordon B. Hinckley, f. 1910. © 1985 SDH

Lag: G. Homer Durham, 1911–1985. © 1985 SDH

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

Kenning og sáttmálar 76:22–24, 41–42

Jobsbók 19:25