Öll sköpun syngi Drottni dýrð
  Footnotes

  16

  Öll sköpun syngi Drottni dýrð

  Fagnandi

  1. Öll sköpun syngi Drottni dýrð,

  Drottni sé vegsemd gjörvöll skírð.

  Hallelúja! Hallelúja!

  Þú, gullin sól í sindur glóð,

  þú, silfurmáni, ljúfum óð.

  [Chorus]

  Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

  Lofið Drottin! Hallelúja!

  2. Þú, vindur hvass, við mikinn mátt,

  þér ský er siglið himin hátt.

  Hallelúja! Hallelúja!

  Þín, dögun, ómi lofgjörð löng,

  þér, ljós að kveldi syngið söng.

  [Chorus]

  Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

  Lofið Drottin! Hallelúja!

  3. Þér, straumvötnin tandur tær,

  tónflóði veitið Drottni nær.

  Hallelúja! Hallelúja!

  Þú, eldur, snillibjartur brenn,

  birtu oss ljær og yl í senn.

  [Chorus]

  Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

  Lofið Drottin! Hallelúja!

  4. Þú, móðir jörð, sem dag við dag

  dýrlega blessar lífs vors hag.

  Hallelúja! Hallelúja!

  Ávöxtu þína, blómin blíð,

  birta lát dýrð Hans ár og síð.

  [Chorus]

  Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

  Lofið Drottin! Hallelúja!

  Texti: Heil. Frans af Assisi, 1182–1226; Ísl. Jón Hjörleifur Jónsson, f. 1923

  Lag: Geistliche Kirchengesänge, Köln 1623, úts. Ralph Vaughan Williams, 1872–1958

  Endurpr. úr “English Hymnal” með leyfi Oxford University Press.

  Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt án skriflegs leyfis eigenda höfundaréttar.

  Sálmarnir 148

  Kenning og sáttmálar 128:23