Tónlist
Öll sköpun syngi Drottni dýrð
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

16

Öll sköpun syngi Drottni dýrð

Fagnandi

1. Öll sköpun syngi Drottni dýrð,

Drottni sé vegsemd gjörvöll skírð.

Hallelúja! Hallelúja!

Þú, gullin sól í sindur glóð,

þú, silfurmáni, ljúfum óð.

[Chorus]

Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

Lofið Drottin! Hallelúja!

2. Þú, vindur hvass, við mikinn mátt,

þér ský er siglið himin hátt.

Hallelúja! Hallelúja!

Þín, dögun, ómi lofgjörð löng,

þér, ljós að kveldi syngið söng.

[Chorus]

Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

Lofið Drottin! Hallelúja!

3. Þér, straumvötnin tandur tær,

tónflóði veitið Drottni nær.

Hallelúja! Hallelúja!

Þú, eldur, snillibjartur brenn,

birtu oss ljær og yl í senn.

[Chorus]

Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

Lofið Drottin! Hallelúja!

4. Þú, móðir jörð, sem dag við dag

dýrlega blessar lífs vors hag.

Hallelúja! Hallelúja!

Ávöxtu þína, blómin blíð,

birta lát dýrð Hans ár og síð.

[Chorus]

Hallelúja! Hallelúja! Hallelúja!

Lofið Drottin! Hallelúja!

Texti: Heil. Frans af Assisi, 1182–1226; Ísl. Jón Hjörleifur Jónsson, f. 1923

Lag: Geistliche Kirchengesänge, Köln 1623, úts. Ralph Vaughan Williams, 1872–1958

Endurpr. úr “English Hymnal” með leyfi Oxford University Press.

Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt án skriflegs leyfis eigenda höfundaréttar.

Sálmarnir 148

Kenning og sáttmálar 128:23