Þakkargjörð vér þyljum
  Footnotes

  51

  Þakkargjörð vér þyljum

  Með andakt

  1. Þakkargjörð vér þyljum

  þessa kveðjustund,

  lofgjörð hinum hæsta

  hljómi’ á alla lund

  fyrir alla elsku,

  alla hjálp í þröng.

  Helgidagsins heiði

  hljómi gleðisöng.

  2. Gæsku Guðs og mildi

  glöð vér þökkum öll,

  að hann ávallt heyrir

  okkar bænaköll,

  látum ljúfa söngva

  lýsa þakkargjörð,

  honum einum heyrir

  hrós á vorri jörð.

  3. Öll um okkar söngvum

  eyra ljáðu nú,

  bljúg vér kné vor beygjum,

  biðjum þig í trú,

  vernd í neyð og villu

  veittu hverja stund,

  hjálp oss þrátt að þjóna

  þér á alla lund.

  Texti: George Manwaring, 1854–1889

  Lag: Ebenezer Beesley, 1840–1906

  Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

  Sálmarnir 147:1

  Alma 26:8