Ó, segðu oss frá því hvað sannleikur er
  Footnotes

  99

  Ó, segðu oss frá því hvað sannleikur er

  Ákveðið

  1. Ó, segðu oss frá því hvað sannleikur er.

  Hann er gimsteinn sem gull fær ei keypt.

  Og sannleikans verðgildi’ ei víkur né þver,

  þó að velkist hvert skraut sem hver konungur ber,

  og þeim sé af stólunum steypt.

  2. Já, segðu oss frá því hvað sannleikur er.

  Hann er hjálpræði’ á himni og jörð.

  Í hafinu glitrandi birtuna ber,

  og í blikandi stjörnum um himininn fer,

  þar leiðin er göfugust gjörð.

  3. Ef harðstjórn í fjötrana færa vill lýð,

  þá mun vald hennar verða burt máð.

  En sannleikans vígi mun standast hvert stríð,

  já, á stöðugum grunni á komandi tíð

  og vernda sín réttindi’ og ráð.

  4. Þá segðu oss frá því hvað sannleikur er.

  Hann er reynslunnar eilífa afl.

  Þó heimurinn farist og hvað sem að ber,

  sjá, þá hindrar ei sannleikann eyðingarher,

  hann vinnur hið tvísýna tafl.

  Texti: John Jaques, 1827–1900

  Lag: Ellen Knowles Melling, 1820–1905

  Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

  Kenning og sáttmálar 93:23–28

  Jóhannesarguðspjall 18:37–38