Spámanninn gleð þú Guð
  Footnotes

  9

  Spámanninn gleð þú Guð

  Með bænarhug

  1. Spámanninn gleð þú Guð,

  gef honum sálarfrið,

  heill honum ljá,

  eldlegum anda hann

  innblási sérhvern mann,

  andlegri auðlegð svo auðnist að ná.

  2. Vaxi svo veldi þitt,

  verði þitt ríki sett

  um alla storð.

  Sannleikur signi menn,

  sjálfan Guð tigni menn,

  leið sanna sýni oss sæl spámanns orð.

  3. Blessaðri eining æ

  allir svo megi ná

  signaðir senn,

  tengja skal hjarta’ og hönd,

  hnýta skal tryggðabönd,

  gangi svo Guðs á veg gjörvallir menn.

  Texti: Bernard Snow, 1822–1894

  Lag: Harry A. Dean, 1892–1987. © 1985 SDH

  Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

  Kenning og sáttmálar 107:22

  3. Nefí 19:23