Tónlist
Ljós heimsins
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

80

Ljós heimsins

Þróttmikið

1. Heyr! ó, jörð, og hlusta þjóð.

Himnesk óma dýrðarljóð.

Syngja englar, syngið þér!

Sonur Guðs nú fæddur er.

Dýrð sé Guði, dimman flýr,

Drottinn sjálfur hjá oss býr.

[Chorus]

Sorg er breytt í sigurhrós.

Séð fá þjóðir heimsins ljós.

Heyr! ó, jörð og hlusta þjóð.

Himnesk óma dýrðarljóð.

2. Jólin flytja frið á jörð.

Fagnið, syngið þakkargjörð!

Kristur Jesús kominn er,

kóngi lífsins fagna ber.

Ljós er kveikt í lágum bæ,

ljós um himin, jörð og sæ.

[Chorus]

Sorg er breytt í sigurhrós.

Séð fá þjóðir heimsins ljós.

Heyr! ó, jörð og hlusta þjóð.

Himnesk óma dýrðarljóð.

Texti: Charles Wesley, 1708–1788

Lag: Felix Mendelssohn, 1809–1847

Íslensk þýðing: Pétur Sigurðsson, 1890–1972

Lúkasarguðspjall 2:8–14

3. Nefí 25:2