Hér öll við dveljum eina stund
  Footnotes

  72

  Hér öll við dveljum eina stund

  Með bænaranda

  1. Hér öll við dveljum eina stund

  í ástar sælli minning þín

  er gistir sáran kvala kross,

  ó, komi andi þinn til mín.

  2. Í Getsemane garðinn inn

  þú gekkst að bergja kaleik þann

  er leiddi þig í krossins kvöl,

  frá kvöl svo leystir sérhvern mann.

  3. Í auðmýkt brauðið brjótum vér

  og bikar lífsins dreypum á,

  og þiggjum lausn af lífi því

  er leysti okkur syndum frá.

  4. Ó, faðir, gef þitt blessað borð

  nú blessi’ og hreinsi sérhvern þann

  er þiggur hjartans auðmýkt af,

  í orði þínu lifa kann.

  Texti: Frank I. Kooyman, 1880–1963. © 1948 IRI

  Lag: Alexander Schreiner, 1901–1987. © 1948 IRI

  Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

  Kenning og sáttmálar 20:75

  Kenning og sáttmálar 19:18–19