Tónlist
Vér heiðrum Jesú heilagt nafn
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

62

Vér heiðrum Jesú heilagt nafn

Innilega

1. Vér heiðrum Jesú heilagt nafn,

til hans vor söngur er;

á Golgata hann lét sitt líf,

svo lifað gætum vér.

2. Með för er burt hann fór úr gröf,

varð frelsun heimsins skýrð;

hans boðskap fékk hver syndug sál,

um sælu’ í himins dýrð.

3. Í sakramenti sýndur er,

oss sigur lausnarans;

þér helgir vottar verið með,

að vernda minning hans.

4. Ó, sonur Guðs vér þökkum það,

sem þú oss veittir hér;

að sýndir oss þá lífsins leið,

sem lögð til himins er.

Texti: Richard Alldridge, 1815–1896

Lag: Joseph Coslett, 1850–1910

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

2. Nefí 9:5, 10–12

Hin dýrmæta perla Móse 4:20–21