Kom þú til Jesú
  Footnotes

  40

  Kom þú til Jesú

  Blíðlega

  1. Kom þú til Jesú, þjakaður þunga,

  þrekaður syndabyrðunum frá.

  Hann mun þig leiða til himna sinna,

  heim þar sem hvíld er að fá.

  2. Kom þú til Jesú. Hann er þinn hirðir,

  hart þó þú villist um myrkvan geim.

  Elska hans leitar, leiðir úr sorta

  ljóssins í dýrðina heim.

  3. Kom þú til Jesú. Víst mun hann heyra,

  hafir þú leitað kærleika hans.

  Veist þú þá eigi! Englar þig vernda,

  englar frá himindýrð hans.

  4. Kom þú til Jesú, úthafs frá eyjum,

  alþjóða löndum, myrkviða sýn.

  Háa og lága Kristur nú kallar!

  „Komið, ó, komið til mín.“

  Lag og texti: Orson Pratt Huish, 1851–1932

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

  Matteusarguðspjall 11:28–30

  2. Nefí 26:33