Tónlist
Nú Ísraels lausnari
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

26

Nú Ísraels lausnari

Af sannfæringu

1. Nú Ísraels lausnari von allra vor,

mun verða á jörðunni hér,

og færa oss huggun og fögnuð og þor.

Hann frelsari’ og konungur er.

2. Vér vitum hann kemur og leiðir sitt lið,

þá leið er til Síons er veitt.

Þeim grátandi’ í myrkrinu gefur hann frið,

og göngunni’ í fögnuð er breytt.

3. Í vantrú og myrkrinu leiðin vor lá,

vér lifðum í syndum og neyð.

Og óvininn gladdi þá sorg vora’ að sjá,

en sjá, nú er frelsunin greið.

4. Sem börnum í Síon góð fregn er oss færð,

er fyllingu tímans oss ber.

Þar gleðjist sem eruð af anda Guðs nærð,

að endurlausn brátt verður hér.

Texti: William W. Phelps, 1792–1872; umsaminn texti Josephs Swains, 1761–1796. þessi sálmur var Í fyrstu sálmabók SDH, 1835.

Lag: Freeman Lewis, 1780–1859

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

2. Mósebók 13:21–22

1. Nefí 22:12