Náðugi konungur, Nasaret frá
  Footnotes

  63

  Náðugi konungur, Nasaret frá

  Lotningarfullt

  1. Náðugi konungur,

  Nasaret frá,

  fallinna friðþæging,

  fullkomnun há.

  Úr himna helgum stað

  hingað á jörð

  komst til að ljá þitt líf

  lifenda hjörð.

  2. Er þetta blessað brauð

  brjótum í dag,

  hold þitt er nísti nauð,

  níðinga slag,

  sárþjakað, táið tætt,

  titrandi’ á kross.

  Lofgjörð fram líður heit,

  Lamb Guðs frá oss.

  3. Kaleikinn bergjum blítt,

  berandi’ að vör,

  dreyrann er draup þar strítt,

  dauðlegra kjör.

  Hvar sem vor liggur leið,

  líf vort uns þver,

  fylg oss, að fyllra líf

  finnum hjá þér.

  Lag og texti: Hugh W. Dougall, 1872–1963

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

  Jóhannesarguðspjall 6:38–40

  Jóhannesarguðspjall 15:13